Previous Page  69 / 76 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 69 / 76 Next Page
Page Background

Húseyðublaðið

Þetta eftirlitseyðublað er gagnlegt

til að greina viðskiptin í heild sinni –

það hjálpar þér að skapa jafnvægi í

viðskiptunum. Hversu miklum tíma

verð þú í hverju herbergi? Á hvaða

sviðum gætir þú bætt þig?

Mánaðarlegt söluyfirlit

Fylltu þetta eyðublað út daglega til að skrá

á fljótlegan og auðveldan hátt hversu mikið

þú selur í raun og veru á dag. Yfirlitið dregur

einnig fram hagnaðinn sem þú færð í þína

hönd sem meðlimur. Það er frábært til að

átta sig á hvort einhver mynstur skapast og

til hvaða viðskiptaaðferðar megi rekja þau.

Daglegur fjöldi boðsgesta á fundi/

viðburði og raunveruleg mæting

Þetta eyðublað gefur þér kost á að skoða

hversu mörgum gestum þú þarft að bjóða

til þess að nýir meðlimir bætist í hópinn.

Fylltu það út daglega og þá getur þú séð

svart á hvítu í lok mánaðarins hversu

mörgum gestum þú þarft að bjóða að

meðaltali til að öðlast einn nýjan meðlim.

Mánaðarlegt yfirlit yfir heildartekjur

Notkun á þessu eftirlitseyðublaði hjálpar þér

að skoða hvernig tekjur þínar skapast svo

þú getir fylgst með hvernig viðskiptin vaxa

með tímanum. Uppfærðu það mánaðarlega

og tilgreindu allt sem færir þér tekjur.

Mánaðarlegt hagnaðar-

og kostnaðaryfirlit

Fylltu þetta eyðublað út mánaðarlega.

Þetta eftirlitseyðublað er mikilvægt því

þar fylgist þú með útgjöldum þínum í

hverjum mánuði – gættu þess að skrá

hjá þér öll dagleg útgjöld svo þú getir

fengið raunhæft yfirlit í lok mánaðarins.

Daglegur fjöldi boðsgesta,

kynninga og vísana

Þetta eyðublað gefur þér kost á að skoða

hversu mörgum gestum þú þarft að bjóða

til þess að nýir viðskiptavinir bætist í hópinn.

Fylltu það út daglega og þá getur þú séð

svart á hvítu í lok mánaðarins hversu

mörgum gestum þú þarft að bjóða að

meðaltali til að öðlast einn nýjan viðskiptavin.

Nú er kominn tími til að gera eitthvað í málunum!

Mættu eins oft og þú getur í alls kyns starfsemi sem

sponsorinn þinn hefur í boði til að læra þær viðskiptaaðferðir

sem hann notar og öðlast sjálfstraust til að leika þær eftir.

Settu þér markmið.

Byrjaðu á því að skipuleggja opnunarteiti/smökkunarteiti til að

kunngera vinum þínum og fjölskyldu hin nýju og spennandi

viðskipti að hætti Herbalife sem þú hyggst stunda framvegis.

Notaðu samfélagsmiðla – byrjaðu að byggja þér upp samfélag

á vefnum. Það er frábær leið til að laða að sér mögulega

viðskiptavini, fjölga í viðskiptavinahópnum og efla tengslin

við núverandi viðskiptavini. Lokamarkmiðið er að breyta

viðskiptavinum sínum í trygga viðskiptavini og síðan í meðlimi.

Fylgstu vel með viðskiptavinunum – komdu þér upp

einhverju skipulagi strax í dag til að hjálpa þér að viða að

þér öllum nauðsynlegum upplýsingum um viðskiptavinina

og halda svo vel utan um þær. Það hjálpar þér við hina

bráðmikilvægu EFTIRFYLGNI.

Biddu viðskiptavini þína um að vísa á fleira fólk.

Sæktu eftirlitseyðublöðin á

MyHerbalife.com

svo þú getir

fylgst með frammistöðu þinni og sjóðflæðinu í viðskiptunum.

69

HJÁLPAR- OG KYNNINGARGÖGN

6