Eftir að þú byrjar að stunda sjálfstæð viðskipti
vakna óhjákvæmilega fjölmargar spurningar! Hér
í framhaldinu höfum við tekið saman nokkrar af
algengustu spurningunum frá meðlimum í Herbalife
til að hjálpa þér að finna fljótt og vel þau svör sem
þú ert á höttunum eftir.
TEKJUR
Hvenær og hvernig fæ ég tekjur mínar greiddar?
Herbalife greiðir þér tekjur sem skapast í núverandi viðskiptamánuði eftir
að honum lýkur. Greiðsla á heildsölutekjum og umboðslaunum fer fram
á fimmtánda degi næsta mánaðar og mánaðarlegur bónus er greiddur á
tuttugasta degi næsta mánaðar. Til að geta móttekið tekjur á eins hraðan og
þægilegan máta og unnt er þarft þú að láta Herbalife í té bankaupplýsingar
með því að senda útfyllt eyðublað fyrir rafræna greiðslumiðlun (EFT) og
alþjóðlega greiðslumiðlun (IFT). Ef slík þjónusta er í boði í heimalandi þínu
færð þú bæði innlendar og alþjóðlegar tekjur þínar greiddar með millifærslu
beint inn á bankareikninginn þinn. Sé slík þjónusta ekki í boði færð þú tekjur
þínar greiddar með ávísun.
Hvernig er hægt að nálgast tekjurnar?
Til að móttaka innlendar tekjur þarf meðlimurinn að skila inn eyðublaði
fyrir rafræna greiðslumiðlun (EFT). Innlent eyðublað af þessu tagi er unnt
að nálgast á
MyHerbalife.comá eftirfarandi slóð: „Skrifstofan mín – Skjöl
og stefnuyfirlýsingar – Skjöl – Eyðublöð – Eyðublað fyrir beingreiðslu inn á
bankareikning“.
Til að móttaka alþjóðlegar tekjur getur meðlimur gefið allar nauðsynlegar
upplýsingar á
MyHerbalife.comá slóðinni: „Skrifstofan mín – Persónuyfirlitið
mitt – Skráning í alþjóðlega greiðslumiðlun (IFT)“. Þegar skráningu þar er
lokið er engin þörf á að fylla út eyðublaðið um alþjóðlega greiðslumiðlun
(IFT) og senda það til Herbalife.
Til að móttaka umboðslaun og mánaðarlegan bónus þarf að fylla út
eyðublaðið um tíu viðskiptavini í hverjum mánuði. Ef fresturinn til að skila inn
eyðublaðinu um tíu viðskiptavini er liðinn, þannig að ekki er hægt að senda
það lengur gegnum
MyHerbalife.com,þarf að fylla það út handvirkt og
senda það til Herbalife.
Þetta eyðublað um tíu viðskiptavini er að finna á
MyHerbalife.comá slóðinni:
„Skrifstofan mín – Skjöl og stefnuyfirlýsingar – Skjöl – Eyðublað um tíu
viðskiptavini – Eyðublað um tíu viðskiptavini (pdf)“.
Eru einhverjar sérstakar verklagsreglur sem ég þarf að fylgja eftir
að ég hef uppfyllt skilyrðin til að fá tekjur?
Já – og þær eru sáraeinfaldar. Til að geta móttekið tekjur verður þú að
uppfylla í einu og öllu það sem kveðið er á um í reglu Herbalife um tíu
smásöluviðskiptavini og 70% reglunni. Fylla verður út eyðublað þar að
lútandi og senda það til Herbalife mánaðarlega. Hægt er að senda það
rafrænt á
MyHerbalife.comeða beint til Herbalife eigi síðar en fimmta dag
næsta mánaðar eftir viðskiptamánuðinn sem um ræðir.
Hvaða gögnum þarf ég að skila inn til að móttaka innlendar tekjur?
Allar greiðslur fara nú fram með bankamillifærslu og því sendum við engar
ávísanir lengur. Í samræmi við það er nauðsynlegt að skila inn eyðublaðinu
fyrir bankaupplýsingar og heimildinni til að gefa út reikning í þínu nafni.
Hvernig get ég fengið tekjurnar mínar?
Þú þarft að senda upplýsingar um bankareikninginn þinn og undirritað
eyðublað fyrir bankaupplýsingar til Herbalife í tölvupósti eða pósti.
LAGAREGLUR
Þarf ég að skrá viðskipti mín hjá yfirvöldum?
Meðlimir í Herbalife stunda sjálfstæð viðskipti. Þeim er því skylt að athuga
sjálfir hvort skrá þurfi viðskipti þeirra hjá innlendum yfirvöldum til að hlíta
innlendum lögum og greiða alla skatta sem lúta að viðskiptum þeirra með
vörur frá Herbalife. Skoðaðu vinsamlegast starfsreglur Herbalife. Þú getur
einnig sótt þessar upplýsingar á
„MyHerbalife.com/ Skrifstofan mín / Skjöl
og stefnuyfirlýsingar / Skjöl“.
Hvers vegna þurfa meðlimir að skrá viðskiptin hjá skattyfirvöldum
til að geta fengið tekjur frá Herbalife?
Innlend lög kveða á um það.
Hver er lágmarksaldurinn til að verða meðlimur?
Umsækjandi verður að lágmarki að vera 18 ára til að verða meðlimur
í Herbalife og stunda viðskipti á Íslandi. Kröfur um lágmarksaldur eru
mismunandi eftir löndum. Til að fá upplýsingar um aldursskilyrði í öðrum
löndum ber að hafa samband við þjónustudeildina fyrir meðlimi.
PANTANIR
Get ég rakið hvar pöntun er stödd í afhendingarferlinu?
Eftir að þú hefur pantað hjá Herbalife býður fyrirtækið upp á þann
möguleika að rekja feril vörusendingarinnar skref fyrir skref. Til að
nálgast þær upplýsingar þarf að fara inn á
MyHerbalife.com. Smelltu á
„Viðskiptareikningur og skýrslur / Pantanirnar mínar“ og veldu svo þá
pöntun sem þú vilt fylgjast með. Í upplýsingum um pöntunina finnur þú
tengil til að „rekja feril sendingar“ og þar getur þú athugað nákvæmlega
hvar pöntunin er stödd í afhendingarferlinu.
Get ég pantað vörur frá öðru landi og látið senda þær til mín?
Vörur Herbalife eru þróaðar og framleiddar fyrir hvert land fyrir sig í samræmi
við gildandi lög á hverjum stað. Eins og kemur fram í útflutningsreglum
Herbalife er þér heimilt að panta hóflegt magn af vörum í öðru landi til eigin
neyslu eða til að deila með nánustu fjölskyldu, svo fremi sem þú sækir þær
persónulega og endurselur þær ekki. Til að fá nánari upplýsingar ber að
lesa útflutningsreglur Herbalife sem hægt er að sækja á
MyHerbalife.comá
vefsvæðinu „Skrifstofan mín / Skjöl og stefnuyfirlýsingar / Stefnuyfirlýsingar“.
Er hægt að breyta pöntunum?
Því miður er ekki hægt að gera neinar breytingar á pöntunum eftir að þær
hafa verið greiddar og kvittun hefur verið prentuð í vöruhúsinu. Pantanaferlið
hjá okkur er tölvustýrt þannig að ekki er unnt að aðlaga eða breyta pöntun á
nokkurn hátt eftir að gengið hefur verið frá henni. Óháð því hvaða aðferð er
valin til að panta er því ávallt mikilvægt að undirbúa pöntunina vel fyrirfram til
þess að tryggja rétta og hraða afgreiðslu.
Af hverju get ég ekki greitt fyrir pöntun með millifærslu af
bankareikningi vina minna/ættingja?
Meðlimir verða að panta sjálfir og verða sömuleiðis að greiða fyrir pantanir
sínar sjálfir. Ekki er unnt að taka á móti greiðslu af bankareikningi annars
meðlims eða samstarfsaðila.
Ég er að reyna að greiða fyrir pöntun á netinu með kreditkortinu
mínu, en ég fæ villuskilaboð.
Að öllum líkindum getur þú leyst málið með því að fara á síðuna sem sýnir
allar vistaðar kortaupplýsingar og eyða út öllum gömlum kortum sem birtast
þar. Ef þú ert enn að nota fleiri en eitt kort, og vilt því ekki eyða þeim út, verður
þú að gæta þess að gefa kortunum mismunandi nöfn (nafn korthafa er alltaf
þitt nafn, en nöfnin sem þú gefur kortunum verða að vera mismunandi).
Ég greiddi fyrir pöntunina mína fyrir nokkrum dögum síðan með
bankamillifærslu en pöntunin er ekki enn skráð sem greidd.
Tilgreindir þú pöntunarnúmerið? Þú þarft að skrá pöntunarnúmerið í
reitinn fyrir skýringu til móttakanda og mátt ekki skrá neitt annað þar, þ.e.
engan texta eða kennitölu. Ef þú gefur of miklar upplýsingar gæti verið að
pöntunarnúmerið sjáist ekki þegar greiðslan birtist í bankareikningi Herbalife.
Ég pantaði vörur fyrir tveimur mánuðum síðan og hristari sem ég
keypti var brotinn. Get ég skipt honum/fengið nýjan?
Ef þú móttekur vöru og eitthvað er athugavert við hana verður þú tafarlaust
að hafa samband við okkur og í allra síðasta lagi innan 7 daga frá því að þú
fékkst pakkann í hendur. Ef eitthvað er athugavert þegar þú opnar umbúðir
vöru í fyrsta sinn skaltu geyma hana og hafa tafarlaust samband við okkur.
Hvernig legg ég inn pöntun?
Meðlimum sem eru ekki komnir upp á Supervisoraþrepið er heimilt að
kaupa vörur Herbalife
®
beint frá fyrirtækinu, frá sponsornum sínum eða frá
næsta fullgilda Supervisor í upplínunni. Athugið þó að einungis pantanir
sem eru lagðar beint inn til fyrirtækisins gilda upp í réttindaöflun til að verða
Qualified Producer eða Supervisor. Þegar þú verður Supervisor mátt þú
einungis kaupa vörur beint frá Herbalife. Mikilvægt er að þú undirbúir þig vel
og hafir allar nauðsynlegar upplýsingar tiltækar áður en þú leggur pöntun
beint inn til Herbalife. Þér er heimilt að panta hjá Herbalife gegnum síma,
póst eða gegnum vefpöntunarkerfið á
MyHerbalife.com.Hversu hratt verður pöntunin mín afgreidd og hversu lengi þarf ég
að bíða eftir að hún skili sér til mín?
Ef ekkert stendur í veginum verða allar pantanir sendar í síðasta lagi
á næsta virkum degi eftir að pantað er og Herbalife hefur móttekið
greiðslu. Þú færð pantanir þínar í hendur innan 24‑48 klukkustunda, en á
jaðarsvæðum gæti afhending tekið allt að 72 klst. ef afhendingarþjónusta
Herbalife er notuð.
Greiðsla fyrir pöntunina mína er frágengin. Hvernig get ég rakið
hver staðan er á henni núna?
Þú getur skoðað allar upplýsingar um pöntunina og stöðuna á henni á
MyHerbalife.com.Þú getur fylgt slóðinni „Viðskiptareikningur og skýrslur –
Pantanirnar mínar“ og þá getur þú skoðað allar upplýsingar um pöntunina.
Ef þú gengur frá greiðslu á pöntun fyrir kl. 14:00 fer sending af stað
samdægurs og berst til þín innan tveggja daga. Þó getur verið mismunur á
þessu milli daga. Á lokadegi mánaðar geta sendingar t.d. tafist.
70
ALGENGAR SPURNINGAR
7