Previous Page  42 / 76 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 42 / 76 Next Page
Page Background

Þjálfun nýrra meðlima

Stórkostleg tilfinning fylgir því að innskrá fyrsta meðliminn

sinn. Viðskiptatækifæri Herbalife er nú orðið stærri þáttur

í lífi þínu og viðskiptin nálgast að vera orðin hlutastarf

hjá þér. Uppbygging undirlínu er hafin og um leið og þú

uppfyllir skilyrðin til að verða Senior Consultant byrjar þú,

auk afsláttarkjaranna, að fá heildsölutekjur* af pöntunum

frá fólki í undirlínunum. Sá tími sem þú verð í að þjálfa

sérhvern nýjan meðlim mun reynast þér afar dýrmætur –

því velgengni hans verður jafnframt velgengni þín.

Leiðir til að hjálpa nýjum meðlimum

á fyrstu metrunum

Undirstöðuatriðin

Hjálpaðu þeim að fylla út umsóknina og

samninginn um aðild að Herbalife og gættu þess

að þeir sendi þessi útfylltu gögn til Herbalife, ásamt

staðfestingarblaðinu varðandi gullstaðalábyrgðina.

Kenndu þeim að fylla út pöntunareyðublað fyrir

smásölu og önnur eyðublöð sem þeir munu nota

reglulega í viðskiptunum.

Gakktu úr skugga um að þeir lesi allar bækurnar sem

eru innifaldar í meðlimapakkanum – mikilvægt er að

allir nýir meðlimir kynni sér reglur og fyrirmæli Herbalife

til að tryggja að þeir stundi viðskiptin með gott siðferði

og reglur fyrirtækisins að leiðarljósi.

Gættu þess að þeir séu sjálfir að nota réttar vörur og

kynntu þeim vöruúrval Herbalife í heild sinni með því

að fara með þeim yfir vörubæklinginn.

Hjálpaðu þeim að kynna mögulegum viðskiptavinum

vörurnar í heimboðum (t.d. smökkunarteitum eða

snyrtivöruteitum).

Útskýrðu fyrir þeim fyrstu þrepin í sölu- og

markaðskerfinu og kosti þess að verða Senior

Consultant, Success Builder og Supervisor.

Haltu reglulega hópfundi. Þar geta þeir tileinkað sér góðar

ábendingar frá öðrum meðlimum í dreifingarhópnum þínum.

Sömuleiðis er gott fyrir þá að sjá að þeir eru hluti af stærri liðsheild.

Haltu góðum tengslum við þá, þjálfaðu þá og hvettu þá til dáða

jafnframt því að hjálpa þeim að halda kynningar.

Fáeinar reglur sem muna þarf

30 daga skilafrestur gegn endurgreiðslu:

Ef smásöluviðskiptavinur er af einhverjum orsökum ekki fullkomlega

ánægður með einhverja vöru frá Herbalife, sem var keypt af meðlim í

Herbalife, er viðskiptavininum heimilt að fara fram á endurgreiðslu frá

sama meðlim innan 30 daga frá þeim degi þegar viðskiptavinurinn

fékk vöruna í hendur. Viðkomandi meðlim í Herbalife ber að bjóða

viðskiptavininum fulla inneign til kaupa á öðrum vörum frá Herbalife

eða fulla endurgreiðslu kaupverðsins.

Einnig er góð hugmynd að minna nýja meðlimi á að það stríðir gegn

reglum Herbalife að selja vörur fyrirtækisins á eBay eða öðrum

sambærilegum afsláttarsíðum á netinu. Það eru hin persónulegu

samskipti, maður á mann, sem gefa meðlimum í Herbalife forskot.

Takmörkun sem gildir um fyrstu pantanir:

Samkvæmt reglunni um fyrstu pantanir er nýjum meðlim aðeins

heimilt að panta vörur að andvirði 1.100 viðskiptapunkta (VP) í fyrstu

pöntun sinni og hann má síðan að hámarki panta vörur að andvirði

3.999,99 VP samtals innan fyrstu 10 daganna.

Þessi regla var sett til að hjálpa nýjum meðlimum að afla sér reynslu

af vörunum, og stíga fyrstu skrefin í smásölu, en letja þá jafnframt frá

miklum fjárútlátum áður en þeir hafa öðlast reynslu af vörunum.

Takmarkanir á innkaupum:

Samkvæmt breskri löggjöf frá 1997 um viðskiptakerfi (UK

Trading Schemes Regulations) er meðlimum óheimilt að greiða

eða skuldbinda sig til að greiða meira en 200 GBP innan fyrstu

7 daganna frá því að þeir undirrita umsóknina og samninginn

um aðild. Þetta nær til kaupa á vörum frá Herbalife, lesefni,

viðskiptagögnum o.s.frv.

42

4

ÞJÁLFUN NÝRRA MEÐLIMA