Mundu
eftirfarandi:
Áhrifahringurinn
þinn er fólk
sem þú þekkir
nú þegar, eins
og vinir þínir,
fjölskylda og
starfsfélagar.
Stækkaðu hópinn þinn skynsamlega og leggðu áherslu á að dýpka hann
Uppbygging vel heppnaðs dreifingarhóps er hvorki eins flókin né erfið og hún kann að virðast. Þegar allt kemur til alls ert þú einfaldlega
að byggja upp hóp af viðskiptavinum og meðlimum.
Hér í framhaldinu bendum við á fjögur lykilatriði til að hjálpa þér að stækka dreifingarhópinn þinn á réttan hátt:
1. Uppbygging áhrifahringja –
Um leið og þrír til fjórir viðskiptavinir á efsta þrepi hjá þér (þ.e. þínir eigin viðskiptavinir) hafa ákveðið
að innskrá sig sem meðlimir ættir þú að einbeita þér að því að hjálpa þeim að byggja upp sinn eigin áhrifahring. Segðu þeim hvað þú
hefur gert og kenndu þeim að gera slíkt hið sama. Þú getur t.d. kennt þeim að standa fyrir reglulegum heimboðum (smökkunarteitum
eða snyrtivöruteitum) heima hjá þeirra eigin viðskiptavinum. Teiti eru einhver besta leiðin til að byggja upp áhrifahringinn sinn vegna hins
persónulega og óformlega andrúmslofts.
Þegar nýir meðlimir standa síðan eins að málum gagnvart þremur til fjórum viðskiptavinum á sínu efsta þrepi byrjar þú að byggja upp
djúpan dreifingarhóp sem grundvallast á öflugum og traustum hópi af viðskiptavinum.
2. Þjálfun nýrra meðlima –
Að miðla þekkingu sinni til nýrra meðlima er alger forsenda þess að öðlast velgengni í þessum viðskiptum.
Fylgdu hugmyndafræðinni um að fræða, sýna, prófa og framkvæma á blaðsíðu 43. Mikilvægt er að halda í höndina á nýjum meðlimum
allra fyrstu mánuðina, hjálpa þeim að afla sér fjögurra viðskiptavina úr sínum áhrifahring og komast upp á Senior Consultant þrepið.
Ef þeir komast upp á Senior Consultant þrepið með hjálp þinni og stuðningi geta þeir átt fyrir kostnaðinum af vörunotkun sinni – og um
leið öðlast þeir traust og trú á þér sem sponsornum sínum í upplínunni.
3. Viðurkenningar og hvatning fyrir nýja meðlimi –
Lykilþáttur í að laða fram það allra besta hjá nýjum meðlimum, og varðveita
áhuga þeirra, er að hylla þá fyrir unnin afrek og verðlauna þá við hvern áfanga. Um leið og nýr meðlimur hefur eignast sinn fyrsta
viðskiptavin skaltu láta honum líða eins og stjörnu. Þegar þessi nýi meðlimur er svo kominn upp á Senior Consultant þrepið skaltu
verðlauna hann með skírteini og láta klappa fyrir honum í sviðsljósinu á fundi á þínum vegum eða á viðburði á svæðinu.
4. Verðu stærsta hlutanum af tíma þínum í núverandi meðlimi –
Til að öðlast velgengni er skynsamlegt að verja sem mestum tíma
í að þjálfa núverandi meðlimi. Hjálpaðu þeim að vaxa í viðskiptunum, herma eftir því sem þú gerir og öðlast velgengni. Ef þú sinnir þessu
vel mun ávinningurinn einnig skila sér til þín.
44
4
STÆKKUN DREIFINGARHÓPSINS