Að fræða, sýna, prófa og framkvæma
Á svipaðan hátt og barn lærir af foreldri sínu er frábært að styðjast við
meginregluna um að fræða, sýna, prófa og framkvæma til að koma
nýjum meðlimum af stað og þjálfa þá til að öðlast velgengni.
Fyrst skalt þú…
fræða
nýja meðlimi þína um þá viðskiptaaðferð að nota, bera
og tala, útskýra fyrir þeim viðskiptavinaflæðið og kenna þeim að
halda lífsstílskynningu. Lýstu öllu ferlinu fyrir þeim svo þeir skilji það.
Því næst skaltu…
sýna
þeim hvernig best er að flétta þessar aðferðir inn í daglega
starfsemi sína í viðskiptunum. Þú getur boðið þeim að kynnast af eigin
raun þeim viðskiptaaðferðum sem þú notar með því að mæta í alls kyns
starfsemi hjá þér. Því næst leyfir þú þeim að…
prófa
að beita viðskiptaaðferðunum sjálfir, meðan þú ert enn á
staðnum. Hjálpaðu þeim að velja þær viðskiptaaðferðir og aðgerðir
sem þeir finna eðlilega tengingu við og hafa áhuga á. Gefðu þeim svo
sjálfstraust til að…
framkvæma
hinar ýmsu aðferðir sjálfir án þíns liðsinnis. Beittu
hvatningu, stuðningi og þekkingu þinni á sjálfstæðum viðskiptum
að hætti Herbalife til að hjálpa þeim að stíga þetta næsta skref.
Þjálfaðu meðlimina þína til árangurs
Með því að veita meðlimum þínum leiðsögn á grundvelli
hugmyndafræðinnar sem var kynnt hér að framan, einkum á fyrstu
þremur mánuðum þeirra sem meðlimir, hjálpar þú þeim að forðast
þau mistök sem þú gætir hafa gert. Jafnframt flýtir þú fyrir að þeir læri
grundvallaratriðin í smásölu og umönnun viðskiptavina. Eftirfarandi dæmi
sýnir hvernig hægt er að gera hugmyndafræðina um að fræða, sýna,
prófa og framkvæma að veruleika:
Að fræða
Segðu meðlim þínum frá leiðum til að bjóða fólki í lífsstílsmat og farðu
með honum gegnum allt ferlið, skref fyrir skref – allt frá því að semja
sannfærandi 15 sekúndna texta, hagnýta sér barmmerkið á sem
árangursríkastan hátt, framkvæma lífsstílsmat og líkamsgreiningu og
stinga svo upp á einmitt rétta vörupakkanum sem smellpassar þörfum
viðskiptavinarins. Gefðu honum ráð um hvernig best er að koma sölu til
viðskiptavinar í höfn og svo það sem er allra mikilvægast – leiðir til að veita
viðskiptavinum fyrsta flokks þjónustu eftir söluna, með vikulegri eftirfylgni
og skipulögðum endurpöntunum. Þetta er einmitt hugmyndafræðin sem
hinn nýi meðlimur mun fljótlega fylgja í eigin aðgerðum.
Að sýna
Fyrsta mánuðinn þurfa nýir meðlimir hjálp þína til að átta sig á hvernig
smásöluferlið virkar í raun og veru. Sýndu þeim því hvernig á að standa
að málum – bjóddu þeim að koma með þér þegar þú stundar smásölu
og eftirfylgni og leyfðu þeim að fylgjast með þér í heilan dag. Þeir þurfa
að sjá hvernig þú ferð að því að nálgast fólk sem þú þekkir ekkert fyrir
og bjóða því í lífsstílsmat. Leggðu til að þeir skrifi niður minnispunkta og
gættu þess að þeir séu tilbúnir áður en þeir hefjast handa sjálfir. Umfram
allt skaltu ekki fara of fljótt yfir sögu á þessu stigi. Meginmáli skiptir að
meðlimir þínir öðlist öryggi og sjálfstraust.
Að prófa
Bjóddu upp á hlutverkaleik þar sem þú leyfir hinum nýja
meðlim að æfa sig á þér fyrst. Því næst skaltu láta hann
æfa sig á vinum sínum og fjölskyldu með þig sér við hlið
svo þú getir fylgst með frammistöðunni. Ekki hika við að
gefa álit þitt og benda á það sem betur mætti fara. Það
er fullkomlega eðlilegt að byrjendur geri mistök.
Að framkvæma
Þegar þér finnst það vera tímabært skaltu leyfa nýjum
meðlimum að hefjast handa sjálfir, án þín sér við hlið.
Hvettu þá áfram og hughreystu þá, æfðu með þeim
og hafðu trú á þeim. Stundum þurfa þeir nokkrar
tilraunir áður en þeir verða alveg öruggir í framgöngu
sinni. Vertu ávallt til taks, ef þeir þurfa einhvern til að
spjalla við, og gættu þess að hlusta vel og svara öllum
spurningum þeirra. Ef þörf krefur skaltu æfa með þeim
nokkrum sinnum í viðbót. Eftir nokkrar tilraunir verða
flestir meðlimir algerlega sjálfstæðir – sérstaklega eftir
að þeir hafa fengið fyrstu pöntunina frá viðskiptavini.
Þú munt nota þá aðferð að fræða, sýna, prófa og framkvæma æ meira eftir því sem leiðtogahlutverkið vex hjá þér og
þú ferð að hjálpa hinum nýju meðlimum að tileinka sér alls kyns aðra færni, t.d. að halda sitt fyrsta smökkunarteiti
eða tala í fyrsta sinn opinberlega með því að segja árangurssögu sína á einhverju mannamóti. Hafðu ávallt gott og
reglulegt samband við meðlimi þína í undirlínunum. Mundu að allt sem þeir læra kemur frá þér. Þeir munu því koma
fram við sína viðskiptavini og meðlimi nákvæmlega eins og samskiptum ykkar á milli hefur verið háttað.
43
4
FRÆÐA, SÝNA, PRÓFA, FRAMKVÆMA