Previous Page  51 / 76 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 51 / 76 Next Page
Page Background

Þú getur skoðað nýjustu útgáfu af starfsreglum Herbalife í heild sinni á

MyHerbalife.com.

Góðir starfshættir við smásölu

Gott siðferði og sanngirni eiga að vera rauði þráðurinn í öllum samskiptum meðlima í Herbalife við viðskiptavini sína.

Hafðu eftirfarandi að leiðarljósi þegar þú kynnir viðskiptavinum vöruúrvalið frá Herbalife:

Segðu viðskiptavinum deili á þér og hvaða vörur þú ert að selja.

Veittu hárréttar og sannar upplýsingar varðandi verð, gæði, virkni, magn og framboð á þeim vörum/þjónustu sem þú hefur á boðstólum.

Afhentu skriflega kvittun með skýrum og greinargóðum upplýsingum.

Gættu þess að kynna þig sem sjálfstæðan meðlim í Herbalife.

Leiðbeindu viðskiptavinum um rétta vörunotkun áður en þeir kaupa hjá þér vörur frá Herbalife.

Útskýrðu gullstaðalábyrgð Herbalife.

Útskýrðu 30 daga skilaréttinn gegn endurgreiðslu og hvernig hægt er að hætta við pöntun, óski viðskiptavinur þess.

Berðu virðingu fyrir einkalífi viðskiptavina með því að hringja á þeim tímum sem þeir kjósa helst.

Berðu virðingu fyrir rétti viðskiptavinar til að slíta sölusímtali.

Gættu þess að vörurnar séu geymdar á svölum og þurrum stað.

Geymdu ekki vörurnar í beinu sólarljósi og skildu þær ekki eftir á heitum stað, t.d. í skottinu á bílnum o.s.frv.

Tryggðu að viðskiptavinir fái vörurnar ávallt afhentar í tæka tíð og í góðu ástandi.

eBay og aðrar uppboðssíður á netinu:

X

Uppboðssala á vörum frá Herbalife

Uppboðssala og sala á uppboðssíðum veikir hin persónulegu tengsl sem meðlimum er skylt að byggja upp við viðskiptavini sína og

veikir sömuleiðis vörumerki Herbalife og þá ímynd sem Herbalife er umhugað um að einkenni vöruúrval fyrirtækisins. Því er meðlimum

óheimilt (beint eða óbeint fyrir milligöngu eða atbeina annars aðila) að standa eða greiða fyrir framboði á vörum Herbalife til sölu með

því að falast eftir eða fá í þær tilboð í opnu útboði. Í þessu felst m.a. bann við því að falast eftir eða fá tilboð í vörur Herbalife á netinu,

gegnum uppboðsviðskiptasíður á netinu, á uppboðsmörkuðum á netinu eða á annan hátt. Þar að auki

eru uppboðsviðskiptasíður

eða uppboðsmarkaðir á netinu, og aðrar vefsíður sem Herbalife sker úr um að séu uppboðsmiðaðar, óheimilir sölumiðlar,

jafnvel þótt vörur séu boðnar til sölu á föstu verði.

Eyðublað fyrir smásölupöntun:

Í kjölfar sölu er meðlimum í Herbalife skylt samkvæmt lögum að afhenda viðskiptavininum pöntunareyðublað sem fyrirtækið gefur út fyrir

smásölu. Hægt er að sækja slík pöntunareyðublöð ókeypis á

MyHerbalife.com

á slóðinni „Skrifstofan mín – Skjöl og stefnuyfirlýsingar –

Skjöl – Eyðublöð“.

51

5

SÖLU- OG MARKAÐSKERFIÐ