Success Builder
42% afsláttur af vörum
7% ‑ 17% heildsöluhagnaður
Hver telst vera Success Builder?
Success Builder er einu þrepi ofar en Senior Consultant. Á þessu þrepi
er meðlimur byrjaður á enn frekari uppbyggingu á grundvelli þeirra
undirlína sem hann hefur skapað sér og er farinn fyrir alvöru að hjálpa
dreifingarhópnum sínum að þroskast og dafna. Meðlimurinn er ekki
aðeins kominn með hóp sem heyrir beint undir hann í undirlínunum
heldur gæti fólkið þar einnig verið byrjað að byggja upp sína eigin hópa.
Réttindaöflun og afsláttur af vörum:
•
Leggja þarf inn eina pöntun að andvirði 1.000 viðskiptapunkta
fyrir eigin innkaup (PPV) og þá fæst 42% afsláttur af þeirri
pöntun og öllum viðbótarpöntunum í sama viðskiptamánuði.
Lágmarksafsláttur verður síðan 35% frá og með fyrsta degi
næsta viðskiptamánaðar.
Mögulegar tekjur hjá Senior Consultant:
•
35% ‑ 42% smásöluhagnaður við sölu á vörum til viðskiptavina.
•
7% ‑ 17% heildsöluhagnaður (heildsölutekjur).
Þú getur unnið þér inn heildsölutekjur af vörum sem meðlimir í
undirlínum þínum kaupa. Upphæðin sem þú vinnur þér inn nemur
mismuninum milli afsláttar þíns og viðkomandi meðlims í undirlínunum
við vöruinnkaup. (Success Builder fær t.d. 42% afslátt. Sé meðlimur
í undirlínu með 25% afslátt skapast 17% heildsöluhagnaður
(heildsölutekjur) af vöruinnkaupum þess meðlims).
56
SÖLU- OG MARKAÐSKERFIÐ
5
Ég