Previous Page  34 / 76 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 34 / 76 Next Page
Page Background

Gæti viðskiptavinur þinn þegið að fá dýrmæta fræðslu um heilnæma næringu? Þætti

honum kannski eftirsóknarvert að geta lækkað kostnaðinn af vörupakkanum sínum frá

Herbalife í framtíðinni? Hvatakerfi fyrir viðskiptavini gefur kost á öllu þessu og mörgu fleiru

um leið og það hjálpar þér að byggja upp viðskiptin.

Hvatakerfi fyrir viðskiptavini snýst alfarið um tryggð: Samkvæmt

því er þér heimilt að veita viðskiptavinum hvataverðlaun fyrir að

gefa þér að minnsta kosti tvær vel heppnaðar vísanir, t.d á vini

sína eða fjölskyldu. Þegar viðskiptavinur hefur með vísunum sínum

skilað þér tveimur nýjum viðskiptavinum getur þú veitt honum

viðurkenningu fyrir að vera kominn í flokk tryggra viðskiptavina.

Tryggir viðskiptavinir fá síðan ýmiss konar hvataverðlaun frá þér

fyrir ræktarsemi sína. Þau geta verið fólgin í ýmsu, á borð við að fá

afslætti af framtíðarinnkaupum á vörum og vörupökkum, að öðlast

þátttökurétt í mikilvægum fræðslufundum, að vera heiðursgestur í

viðskiptavinateitum og að vera boðið á árangursnámskeið þar sem

gestir geta aflað sér frekari fróðleiks um næringarmál, vörur frá

Herbalife og leiðir til að ástunda heilnæman og virkan lífsstíl.

Lykillinn að þessu öllu er að hjálpa viðskiptavinum að ná

góðum árangri af vörunum og átta sig á virði þess að vera

tryggur viðskiptavinur.

Skipuleggðu smökkunarteiti, lífsstílsmat og kynningu á heilnæmum

morgunverði með fólki úr áhrifahring viðskiptavina þinna og

hjálpaðu þeim þannig að skapa þér vel heppnaðar vísanir.

Margir tryggir viðskiptavinir ákveða að grípa viðskiptatækifærið

sjálfir og verða meðlimir í Herbalife. Um leið og þú hefur þjálfað

nýjan meðlim heimilar þú honum að taka við þeim einstaklingum

sem hann vísar á sem sínum eigin viðskiptavinum. Þetta er frábær

leið til að byrja að byggja upp dreifingarhóp. Flettu á bls. 39 til að fá

frekari upplýsingar um innskráningu nýrra meðlima.

Á

MyHerbalife.com

getur þú sótt ítarlegar upplýsingar um

hvatakerfið fyrir viðskiptavini.

34

VIRÐISAUKI OG UPPBYGGING TRYGGÐAR

3