Previous Page  33 / 76 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 33 / 76 Next Page
Page Background

➡➡

Viðurkenningardagar fyrir viðskiptavini eru

einstaklega árangursrík leið til að veita virðisaukandi

þjónustu og byggja upp gjöful tengsl við viðskiptavini.

Þeir eru afar gagnlegir til að rækta tryggð meðal

viðskiptavina því þar skapast vettvangur til að

sækja sér ómetanlegan stuðning og reglulegar

samverustundir. Að sama skapi tryggja þeir þér

gott tækifæri til að fylgjast gaumgæfilega með

framförum hjá viðskiptavinunum, að verðlauna þá

fyrir unnin afrek og síðast en ekki síst að byggja upp

gefandi samfélag af fólki með svipað hugarfar.

Efldu viðskiptin hjá þér með því að hjálpa öðrum

Árangur viðskiptavina er besta leiðin til að efla viðskipin. Eftir því sem fleiri viðskiptavinir ná árangri undir þinni leiðsögn fjölgar því fólki

sem er bæði ljúft og skylt að deila velgengni sinni með öðrum. Þegar þú býður mögulegum og nýjum viðskiptavinum í einhverja starfsemi

skaltu biðja þá að „taka með sér einhvern kunningja“. Ef þú dreifir boðskortum eða umsagnareyðublöðum skaltu auk þess ávallt skilja eftir

pláss til að bæta inn nöfnum annarra sem viðskiptavinir þínir þekkja og gætu haft áhuga á frekari upplýsingum.

Í kaflanum hér á undan fjölluðum við um viðskiptaaðferðir, sem eru frábær leið til að efla viðskiptin. Viðurkenningardagar fyrir viðskiptavini

eru önnur góð leið til að skapa sér ný viðskipti.

Viðurkenningardagar fyrir viðskiptavini

Með slíkum dögum er hugmyndin að kalla saman alla

viðskiptavini sína einu sinni í mánuði til að fagna þeim

markmiðum sem náðst hafa, veita viðskiptavinum örlítil verðlaun

til að hylla þá fyrir framfarir og deila reynslusögum.

Auðvelt er að biðja viðskiptavini að taka með sér vini sína og

fjölskyldu til að samfagna framförunum og árangrinum sem

þeir hafa náð. Með því opnar þú heilum hópi af mögulegum

viðskiptavinum leið að þér. Það er þó ekki allt og sumt. Þessir

mögulegu viðskiptavinir eru mun líklegri til að skipta við þig og

sýna raunverulegan áhuga á viðskiptum þínum og vörunum frá

Herbalife. Ástæðan er sú að þeir hafa séð ljóslifandi dæmi um

árangurinn sem unnt er að ná, stuðningsnetið sem boðið er upp

á og verðlaunin sem hægt er að vinna sér inn.

Slíkir dagar eru því kjörinn vettvangur til að leiða nýja gesti þína

gegnum stutt lífsstílsmat, gefa þeim kost á að smakka hinar

ljúffengu vörur svo þeir geti kynnst þeim af eigin raun og bjóða

þeim að mæta aftur síðar í lífsstílsmat í heild sinni.

33

VIRÐISAUKI OG UPPBYGGING TRYGGÐAR

3