TALA
Ávallt þegar þú talar við fólk ert þú að tala við mögulega viðskiptavini og markmið þitt ætti
að vera að bjóða viðmælendum þínum að taka þátt í einhvers konar starfsemi.
Endanlega markmiðið með því að tala við fólk er að vekja áhuga þess svo það verði spennt að vita meira og sé líklegt til að taka boði
þínu um að mæta í einhverja starfsemi á þínum vegum. Þegar fólk er mætt á staðinn getur þú útskýrt nánar það sem þú hefur í boði.
Samkvæmt almennri þumalputtareglu hefur þú 15 sekúndur til að fanga athygli mögulegs viðskiptavinar. Óháð því hvort þú þekkir
viðmælendur þína fyrir eða ekki er tvennt sem þú ættir að hafa í huga í samskiptum þínum við þá: að flokka þá í réttan hóp og bjóða
þeim eitthvað viðeigandi.
1. Flokkun –
Hér er átt við að rýna í viðmælendur þína, komast að áhugasviði þeirra og átta þig á hvaða hjálp þú getur boðið þeim.
2. Boð –
Hér er átt við að bjóða viðmælendum þínum að taka þátt í einhvers konar starfsemi sem þú býður upp á, t.d. smökkunarteiti,
hreyfingarklúbbi eða lífsstílsmati.
Byrjaðu á þeim sem þú þekkir –
áhrifahringnum þínum.
Hver og einn einasti sem verður á vegi þínum er mögulegur
viðskiptavinur og því er mikilvægt að tala við eins margt fólk og unnt
er. Ef þú ert byrjandi í þessum viðskiptum er hins vegar auðveldast
að tala við fólk sem þú þekkir fyrir, svo sem vini þína, vandamenn
og starfsfélaga. Við köllum þetta fólk „áhrifahringinn“ þinn.
Hvers vegna? Af því að þetta er fólk sem þekkir þig. Þú hefur nú
þegar skapað þér tengsl við það og nýtur bæði trausts þess og
getur haft áhrif á það.
Hafðu stílinn á slíkum samræðum eins og þú værir að bjóða
í einhvers konar teiti eða samkomu. Hafðu fas þitt afslappað!
Það hlýtur að vera auðvelt að bjóða vini sínum að mæta í
einhverja skemmtilega samverustund eins og hreyfingarklúbb
eða smökkunarteiti.
Hvernig er þá best að hefjast handa? Ein auðveldasta leiðin til að
koma af stað samræðum er að hafa samband við tengiliði sína
með símtölum, tölvupósti eða á Facebook. Þú getur náð tengslum
við alla sem þú þekkir með einum músarsmelli. Auðveldara er að
ná sambandi við annað fólk nú en nokkru sinni fyrr.
Vel má vera að sumir neiti þér.
Þegar þú talar við fólk kemst þú að því að sumir hafa einfaldlega
engan áhuga. Ekki eyða lengri tíma en þú þarft í slíka viðmælendur.
Verðu frekar meiri tíma í þinn helsta markhóp – þá sem eru opnir og
áhugasamir. Þú munt komast að því að meirihluti fólks er í þeim hópi.
Þegar fólk segir nei við þig skaltu muna að það er ekki að hafna
þér persónulega. Sumir eru einfaldlega ekki tilbúnir ennþá til að
taka upp heilnæman og virkan lífsstíl.
HOLLRÁÐ
Skráðu hjá þér
símanúmer
viðmælenda þinna
svo þú getir sent
þeim stutt sms-
skilaboð á undan
viðburðinum til
áminningar.
HOLLRÁÐ
„Kíktu á
Facebook-síðuna
mína“ er einföld
og auðveld leið
til að bjóða fólki
að kynna sér
viðskiptin þín
og það sem þú
hefur fyrir stafni.
18
2
FINNDU FLEIRA FÓLK OG HJÁLPAÐU ÞVÍ AÐ NÁ SÍNU MARKMIÐI