Previous Page  19 / 76 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 19 / 76 Next Page
Page Background

* Íþróttafólk og reglulegir iðkendur erfiðrar hreyfingar af öllu tagi þurfa meira prótein en fólk almennt.

HOLLRÁÐ

Verðlaunaðu

viðskiptavini með lítilli

gjöf þegar þeir ná

mikilvægu næringar- eða

lífsstílsmarkmiði eftir

að hafa notað vörurnar.

Vinsemd þín verður

þeim minnisstæð.

Á

MyHerbalife.com

getur þú keypt alls

kyns Herbalife-merktar

gjafir til að sýna

hugulsemi þína.

Algeng mistök sem þú gætir þurft að leiðrétta hjá viðskiptavinum

Reynslan hefur leitt í ljós nokkur algeng úrlausnarefni og vandamál sem vel gæti verið að þú þurfir að hjálpa viðskiptavinum þínum

með. Hér á eftir fara nokkur atriði sem gott er að vera á varðbergi fyrir:

1. Að borða ekki vel samsettar og próteinríkar máltíðir eftir áreynslu.

Þegar fólk byrjar að reyna á líkamann er eðlilegt að matarlystin aukist. Ef byrjendur í hreyfingu gæta sín ekki, eða eru ekki vel

skipulagðir, gætu þeir aukið neyslu á alls kyns skyndifæðu, sem er gjarnan auðug af einföldum kolvetnum og hitaeiningum. Hvettu

viðskiptavini þína til að fá sér próteinríka máltíð eftir áreynslu og gæta þess að útbúa fyrirfram nóg af heilnæmu snarli til að hafa við

höndina þegar svengdin sækir að. Mikilvægt er að heilnæmir valkostir með hóflegum hitaeiningafjölda séu innan seilingar þegar fólk

vill fá sér eitthvað að borða. Ávextir, niðurskorið grænmeti eða próteinríkt snarl frá Herbalife eru kjörnir valkostir við slíkar aðstæður.

2. Að sleppa máltíðum eða borða ekki rétta fæðu.

Ef máltíðum er sleppt er líkaminn sviptur lífsnauðsynlegum næringarefnum og efnaskipti geta sömuleiðis orðið hægari. Mataræðið

getur orðið lakara í heild sinni og auk þess er hætt við að lífsstíllinn og vörunotkunin verði ekki í samræmi við leiðbeiningar.

Mikilvægt er að viðskiptavinir borði heilnæma og vel samsetta fæðu sem felur m.a. í sér grænmeti

í mörgum litum, flókin kolvetni og fitusnautt prótein, á borð við kalkún, kjúkling, fisk eða tófú.

Sé máltíðum sleppt geta afleiðingarnar orðið hungurverkir eða sár löngun í alls kyns góðgæti.

Það sama getur orðið upp á teningnum ef máltíðardrykkir eru ekki blandaðir samkvæmt

áletrunum, prótein er ekki boðað í nægilegu magni eða trefjaneysla er ófullnægjandi. Unnt er að

tryggja sér meira af trefjum með því að fá sér ávexti sem snarl og/eða nota trefjavörur frá Herbalife.

3. Að borða reglulega of lítið af próteini.

Lykilatriði í lífsstílsleiðbeiningum Herbalife er að neyta nægilegs magns af próteini. Margir eru

raunar undrandi á því hversu mikið prótein þeir þurfa að borða! Gerðu þitt til að fræða viðskiptavini

þína um kosti þess að borða prótein og gefðu þeim ráð um hæfilegan próteinskammt á dag. (Við

mælum með að fólk borði 1‑2 g af próteini á hvert kg líkamsþyngdar*. Einnig er hægt að reikna út

svokallaðan próteinstuðul með þar til gerðu farsímaappi eða þyngdarstuðulsreikninum sem er að

finna á

Herbalife.com)

. Neyta þarf próteins í sérhverri máltíð, en ekki aðeins einu sinni eða tvisvar

á dag. Þeir sem fylgja fimm smámáltíða matseðlunum frá Herbalife mega treysta því að fá prótein

í hverri máltíð. Sömuleiðis eru þessir matseðlar gagnleg leið til að hjálpa fólki að halda utan um

hversu mikils próteins það neytir á dag.

4. Að borða of lítið af kolvetnum.

Viðskiptavinir gætu reynt að takmarka kolvetnaneyslu sína til að hafa hemil á þyngd. Hins vegar eru kolvetni helsti orkugjafinn sem er

notaður til að knýja líkamlega og andlega starfsemi. Auk þess gæti hægst á efnaskiptum ef kolvetnum er sleppt úr fæðunni.

Frumskilyrði er að viðskiptavinir þínir neyti réttrar tegundar af kolvetnum. „Góð“ kolvetni eru þau sem eru minnst unnin – matvæli eins

og heilir ávextir, grænmeti, matbaunir og heilkorn.

Mikið unnin og hreinsuð kolvetni sem teljast „slæm“ eru m.a. í matvælum á borð við hvítan sykur, sætabrauð, pasta og brauð úr hvítu

hveiti, morgunkorn úr unnu korni og kexkökur. Slík fæða hefur lítið annað að bjóða líkamanum en aukalegar hitaeiningar.

5. Að drekka of lítið af vökva.

Nægileg vatnsdrykkja er lífsnauðsynleg fyrir heilsuna. Vatn temprar líkamshita, gerir okkur kleift að anda, skiptir sköpum fyrir

meltingu og útskilnað úrgangsefna og hjálpar líkamanum við hreyfingu, svo örfá dæmi séu tekin! Ráðlagt er að drekka 8‑10 glös

af vatni á dag, en við hreyfingu eða í heitu umhverfi þurfum við að drekka meira því þá svitnum við meira.

Fáðu viðskiptavin þinn til að fylgjast með vökvaneyslu sinni á hverjum degi og þá ekki aðeins magninu heldur einnig tegundinni

af vökva. Það er mikilvægt því sumir drykkir gætu valdið umframneyslu á hitaeiningum ef fólk gætir sín ekki.

6. Að stunda ekki fjölbreytta hreyfingu.

Ef hreyfing er ekki nægilega vel skipulögð er ekki víst að hún örvi fitubrennslu eða uppbyggingu á vöðvamassa sem skyldi. Til dæmis

gæti viðskiptavinur þinn haft gaman af hlaupum og farið sama 5 km hringinn þrisvar í viku, en sleppt því alveg að gera styrktar- eða

mótstöðuæfingar. Þá venjast vöðvarnir því einungis að vera notaðir til að hlaupa, en auka hvorki styrk sinn né massa. Því meiri sem

vöðvamassinn er þeim mun fleiri hitaeiningum brennir líkaminn, meira að segja í hvíld.

19

2

FINNDU FLEIRA FÓLK OG HJÁLPAÐU ÞVÍ AÐ NÁ SÍNU MARKMIÐI