Previous Page  22 / 76 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 22 / 76 Next Page
Page Background

1

2

4

3

➡➡

Smökkunarteiti eru frábært tækifæri til að

tala um góða næringu og hreyfingarvenjur og

leiða fólki fyrir sjónir það virði og þann ávinning

sem felst í heilnæmum og virkum lífsstíl.

➡➡

Biddu núverandi viðskiptavini að bjóða nokkrum

vinum sínum í heimboð til sín. Síðan skalt þú

bjóðast til að mæta á svæðið og hjálpa þeim að

halda smökkunarteiti með ókeypis prufum þar

sem viðstaddir fá tækifæri til að spjalla um góða

næringu í skemmtilegu og afslöppuðu andrúmslofti.

Þriggja daga prufupakki

Hvað er hér um að ræða?

Þriggja daga prufupakki er einhver auðveldasta og hagkvæmasta

leiðin til að gefa fólki færi á að kynnast vörunum frá Herbalife. Þessi

pakki hefur að geyma vörur sem nægja í þrjá daga til þyngdarstjórnunar

(eða í sex daga ef þær eru notaðar sem heilnæmur morgunverður).

Viðskiptavinum gefst þannig færi á að prófa vörurnar án þess að

verja til þess alltof hárri upphæð strax í byrjun.

Hvernig getur þetta hjálpað þér að finna nýja

viðskiptavini og veita virðisaukandi þjónustu?

Best er að nota prufupakkana til að opna gáttina að nýju fólki.

Endanlega markmiðið er svo að hjálpa mögulegum viðskiptavinum að

uppgötva allt vöruúrvalið frá Herbalife og kaupa pakka af vörum til lengri

tíma. Þessar litlu pakkningar eru einmitt mátulegar til að leyfa nýjum

viðskiptavinum að kynnast vörunum, bragða á þeim og kanna hvernig

þeim líður í kjölfarið. Þetta þýðir að þeir geta lagt mat sitt á vörurnar án

þess að finnast þeir hafa varið til þess alltof miklum peningum, ef svo

færi að þeir vilji ekki halda áfram að nota þær.

Sem eftirfylgni skaltu svo bjóða þessum nýju viðskiptavinum að mæta

í kynningu á heilnæmum morgunverði eða ákjósanlegum lífsstíl og

framkvæma svo lífsstílsmat með ítarlegri mælingu á líkamssamsetningu.

Prufupakkar geta verið gagnlegir til að

kljást við tvö algeng áhyggjuefni hjá nýjum

viðskiptavinum og meðlimum:

1. Kostnaður:

Prufupakkinn er ódýr og gerir því nýjum viðskiptavinum

kleift að prófa vörur frá Herbalife á viðráðanlegu verði.

2. Sjálfstraust:

Auðveldara getur verið að selja prufupakkann vegna

hagstæðs verðs og því getur hann hjálpað meðlimum að byggja upp

sjálfstraust sitt við smásölu.

Stuðningur

við viðskipta­

vini og tryggð

Samræður,

mat og

flokkun

Boð

Kynning og

virðisauki

Einföld

starfsemi

Viðskiptaaðferðir Herbalife felast í skemmtilegri og árangursríkri starfsemi sem

er sérstaklega hugsuð til að hjálpa meðlimum að finna og varðveita viðskiptavini.

Með því að bjóða mögulegum viðskiptavinum að taka þátt í einhvers konar starfsemi kemur þú þeim í samskipti við annað fólk með

svipað hugarfar. Þannig skapar þú þeim eðlilegt stuðningsnet og sýnir þeim hvers kyns virðisauka þú getur boðið þeim upp á til að hjálpa

þeim að ná markmiðum sínum. Á eftirfarandi síðum getur þú lesið um nokkrar margprófaðar kynningar- og viðskiptaaðferðir sem hafa

reynst mörgum meðlimum í Herbalife gagnlegar.

Hér er bæði um að ræða mjög einfalda starfsemi og svo aðeins flóknari starfsemi fyrir lengra komna. Þú þarft alls ekki að hagnýta þér

alla möguleikana. Veldu einfaldlega það sem hentar þér og þínum markmiðum í viðskiptunum.

22

VIRÐISAUKI OG UPPBYGGING TRYGGÐAR

3