Byggðu upp viðskiptavinaflæði í fjórum skrefum
Þegar hér er komið sögu höfum við farið í saumana á þeirri hugmyndafræði að
nota, bera og tala
og útskýrt hvernig sú aðferð getur hjálpað þér
að finna viðskiptavini. Nú skulum við skoða ýmsar afleiddar viðskiptaaðferðir og aðgerðir sem eru notaðar til að selja vöruúrvalið frá Herbalife
®
í
smásölu til viðskiptavina.
Í samræðum við fólk er markmiðið að flokka það og bjóða því að afla sér frekari upplýsinga með því að mæta í einhvers konar starfsemi hjá þér.
1
Samræður, mat
og flokkun
Þegar þú talar við mögulegan viðskiptavin skaltu leggja mat á hann og skipa honum í
viðeigandi flokk.
•
Mundu að þú hefur u.þ.b. 15 sekúndur til að fanga athygli mögulegs viðskiptavinar.
Ekki er hægt að ætlast til að allir hafi áhuga á því sama og því er mikilvægt að meta
viðmælendur sína svo unnt sé að aðlaga samræðurnar því til samræmis.
•
Taktu eftir útliti viðmælenda þinna og finndu tilefni til að hrósa þeim í samtali
ykkar á milli.
Dæmi:
Ef þú ert með
hreyfingarklúbb gætir
þú byrjað samræður
eitthvað á þennan veg:
„Þú lítur út fyrir að hafa
gaman af hreyfingu
og að þú sért frekar
dugleg/ur við það?“
2
Boð
Hreyfingarklúbbur.
Smökkunarteiti.
Snyrtivöruteiti.
Næringarklúbbur.
Starfsstöð.
Þyngdaráskorun.
Bjóddu fólki að mæta í hreyfingarklúbb, smökkunarteiti eða einhverja aðra starfsemi sem
hentar þörfum þess.
Gættu að eftirfarandi þegar þú býður gestum til þín í teiti eða klúbb:
•
Undirbúðu þig vel. Hafðu alveg á hreinu hvaða starfsemi þú hyggst bjóða þeim upp á.
•
Komdu fagmannlega fram. Hafðu til reiðu nafnspjald, boðskort eða dreifimiða til að
afhenda með öllum nauðsynlegum upplýsingum.
•
Sýndu sjálfsöryggi og bjóddu fólki þjónustu þína á skýran og sannfærandi hátt.
Bjóddu svo
viðkomandi að mæta
í hreyfingarklúbbinn
þinn.
„Viltu ekki láta sjá þig
á þriðjudagskvöldið
í skemmtilegan
æfingatíma?“
3
Kynning og
virðisauki
Bjóddu upp
á kynningu á
ákjósanlegum
lífsstíl eða
heilnæmum
morgunverði.
Óháð því hvaða starfsemi þú hefur boðið viðskiptavini að taka þátt í skaltu gæta þess að
bæta við einhverjum virðisauka.
•
Eftir að skipulagðri starfsemi er lokið skaltu bjóða gesti þínum upp á kynningu á
ákjósanlegum lífsstíl eða heilnæmum morgunverði. Slíkar kynningar fela í sér gagnlegar
upplýsingar sem allir þurfa að kunna skil á, óháð persónulegum markmiðum hvers
og eins. Þær eru einnig frábær leið til að veita virðisaukandi þjónustu.
•
Framkvæmdu síðan lífsstílsmat og líkamsgreiningu í heild sinni. Um leið og þú skráir
sérhverja mælingu skaltu útskýra að hvaða leyti hún er mikilvæg vísbending um
heilsufar og hvernig hægt er að nota hana til að fylgjast með framförum.
•
Bjóddu svo endilega upp á áframhaldandi fræðslufundi og leiðbeiningar.
Í kjölfar
hreyfingarklúbbsins
skaltu bjóða upp á
virðisauka með því
kynna ákjósanlegan
lífsstíl eða heilnæman
morgunverð og
framkvæma svo
lífsstílsmat og
líkamsgreiningu.
Eftir að hafa veitt virðisaukandi þjónustu með
kynningu
,
lífsstílsmati
og
líkamsgreiningu
skaltu velja réttan matseðil fyrir viðskiptavininn
í samræmi við markmið hans. Þetta getur leitt til
sölu
, en mundu samt að málið snýst ekki eingöngu um að selja vörur. Virðisaukinn verður
að skila sér og þú verður að veita úrvalsgóða þjónustu áður en tímabært er að kynna einmitt réttu vörurnar handa hverjum og einum.
4
Stuðningur við
viðskiptavini
og tryggð
Leggðu megináherslu á viðskiptavinina, markmið þeirra og leiðir til að styðja þá. Fyrr en
varir uppgötvar þú hversu vel það borgar sig að fjárfesta tíma þinn í viðskiptavinunum.
Þegar viðskiptavinir ná árangri er bara eðlilegt framhald að þeir vilji halda áfram samvinnunni
við þig og taka með sér vini sína og vandamenn – þ.e. fólk úr sínum „áhrifahring“.
Öll starfsemi sem þú býður upp á hefur tvöfaldan tilgang. Henni er ætlað að styðja
viðskiptavinina og hjálpa þeim að ná árangri og sömuleiðis að byggja upp samfélag af
fólki með líkt hugarfar sem styður hvert annað.
Fylgdu fólki eftir til
að athuga hvernig
því gengur. Ef það
hefur keypt vörur
þarftu jafnframt að
komast að því hvernig
því líkar þær.
Biddu auk þess ávallt um vísanir á fleira fólk.
Það kemur af sjálfu sér að viðskiptavinir sem eru ánægðir með vörurnar og þjónustu þína mæla
með vörunum og Herbalife við aðra. Þá getur þú leitað fanga í þeirra tengslaneti af vinum og fjölskyldu (að því tilskildu að þú hafir fengið til þess
samþykki þeirra fyrirfram). Talaðu við þetta nýja fólk og þá hefst annar hringur…
21
3
UPPBYGGING VIÐSKIPTAVINAFLÆÐIS