Previous Page  7 / 76 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 7 / 76 Next Page
Page Background

Lykillinn að velgengni þinni hjá Herbalife er sá

virðisauki sem þú, sem sjálfstæður meðlimur í

Herbalife, færir fólki.

Sem meðlimur í Herbalife getur þú boðið viðskiptavinum

þínum annað og meira en leið til að kaupa vörur – þú getur

boðið upp á þann virðisauka sem felst í persónulegum

tengslum, fræðslu, sérsniðnum lausnum og stuðningi til

að hjálpa þeim að ná markmiðum sínum.

Vertu reglulega í sambandi við sérhvern viðskiptavin og

gættu þess að kynnast þeim öllum vel. Þú þarft að átta

þig á markmiðum þeirra, hvað þeim finnst skemmtilegt,

hvað þeim finnst erfitt o.s.frv. Engar hágæðaráðleggingar

fylgja næringarvörum í hillum stórverslana. Einmitt þar

liggur þitt tækifæri til að stíga inn og bjóða upp á sérsniðna

þjónustu og stuðning dag frá degi með hjálp alls kyns

hjálpargagna sem Herbalife hefur gefið út. Með því að

vera í reglulegum tengslum við viðskiptavinina getur þú

fylgst með framvindunni hjá þeim og sérsniðið vöruval og

lífsstílsleiðbeiningar ef þörf krefur.

Annar lykill að velgengni, og eitt af því besta við að vera

viðskiptavinur og meðlimur hjá Herbalife, er félagslega

hliðin. Starfsemi og viðburðir að hætti Herbalife skapa

ekki aðeins kjörið umhverfi til að blanda geði við fólk með

líkt hugarfar. Þar gefst jafnframt tækifæri til að koma

saman og veita viðurkenningar fyrir árangur viðskiptavina.

Rannsóknir sýna að hópastarf eykur líkurnar á því að fólk

nái markmiðum sínum í þyngdarstjórnun.*

Persónulegur stuðningur er ávallt vel þeginn og með

hjálp Herbalife getur þú hjálpað öðrum að halda sig við

heilnæman og virkan lífsstíl og ná settum markmiðum.

Velgengni þín veltur á því hversu stóran sess þú vilt

að viðskiptin skipi í lífi þínu.

Þú þarft að ákveða hvert þú stefnir með viðskiptatækifæri

Herbalife. Síðan þarft þú að sérsníða það miðað við sett

markmið og koma því heim og saman við lífsstíl þinn að

öðru leyti.

Ákveddu í hve miklum mæli þú vilt helga þig þessu

tækifæri og þá átt þú eftir að sjá framfarir. Spyrðu þig

eftirfarandi spurninga:

Vilt þú einfaldlega njóta þess sem

vörurnar hafa upp á að bjóða og halda

áfram að lifa heilnæmu og virku lífi?

Vilt þú ekki aðeins hugsa vel um þig heldur

einnig aðstoða vini þína og vandamenn við

að taka upp heilnæman og virkan lífsstíl?

Vilt þú hjálpa eins mörgum og þú

mögulega getur að grípa viðskiptatækifæri

Herbalife, annaðhvort í hlutastarfi

eða jafnvel í fullu starfi?

Þessi bók er leiðarvísir til að hjálpa þér að öðlast

sem allra besta reynslu af Herbalife.

Með tímanum geta þarfir þínar eða markmið breyst. Þú skalt

því ekki gleyma því að skoða huga þinn reglulega og ræða

við sponsorinn þinn og aðra meðlimi – þeir hafa staðið í

sömu sporum og þú og eru úrvalsgóður þekkingarbrunnur.

Hefjumst nú handa.

Mundu eftirfarandi:

Því meira sem þú leggur

inn, þeim mun meira getur þú tekið út.

* Huff, C (2004). Sameinað átak gegn aukakílóunum. Samtök bandarískra sálfræðinga (American Psychological Association), 35(1), 56.

1

07

TÆKIFÆRIÐ ER ÞITT